Nagladekkin í „sumarfrí“

Lögreglan á Sauðárkróki minnir á það að nú er tími nagladekkjanna liðinn og hvetur lögregla því alla þá sem eru með nagladekkin undir að skipta þeim út til að komast hjá óþarfa sektum. 

Vill lögreglan benda á í þessu samhengi að viðurlög við því að vera á nagladekkjum eftir 15. apríl er 5000. kr. á hvert nagladekk sem er undir bifreiðinni.

Fleiri fréttir