Nám í tölvuteikningu

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mun á vorönn bjóða upp á  áfanga í tölvuteikningu.  Áfanginn hentar vel þeim sem hafa hug á námi í  arkitektúr, verkfræði, tæknifræði eða hönnun. Kennt verður tvisvar í viku eftir kl. 17 á daginn.
Í áfanganum kynnast nemendur helstu eiginleikum tölvuteikninga. Þeir læra grunnskipanir teiknikerfa með æfingum á tölvu og kynnast undirstöðu rúmmynda og forritunar í teiknikerfum. Nemendur öðlast færni til að teikna flatarmyndir í tölvu. Nemendur kynnast undirstöðuatriðum teikniforrita (AutoSketch eða sambærileg forrit) og fá innsýn í þá möguleika sem skapast við notkun þeirra, einkum við fagteikningu. 

Skráningu í áfangann lýkur 15. desember.

Allar nánari upplýsingar gefur Atli Már Óskarsson í síma 8602083.

Fleiri fréttir