Námskeið í leður- og mokkasaum á Sauðárkróki

Gestastofa Sútarans býður uppá helgarnámskeið í leður og mokkasaum. Um er að ræða helgarnámskeið á saumastofunni í Gestastofu Sútarans. Kennari er Anna Jóhannesdóttir.

Saumastofan er velbúin leður- og pelssaumavélum ásamt sníðaborðum og öllum þeim græjum sem þarf til að sauma úr fiskleðri, mokkaskinnum, lambaleðri og fleiru. Kennt verður eftirfarandi helgar: 7.-9. nóvember, 14.-16. nóvember og 28.-30. nóvember.

Fleiri fréttir