Náttúrustofuþing haldið á Sauðárkróki

Á morgun, fimmtudaginn 16. maí, verður Náttúrustofuþing haldið á Sauðárkróki. Er þetta í ellefta sinn sem náttúrustofur landsins halda opna ráðstefnu víðsvegar um landið utan höfuðborgarsvæðisins. Á þingum Náttúrustofu er fjallað um valin verkefni sem unnin eru á náttúrustofum vítt og breitt um landið. Samtök náttúrustofa eru félagsskapur sem vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum náttúrustofanna átta. Í tengslum við þingið verður haldinn aðalfundur samtakanna ásamt vinnufundi starfsmanna. 

Þingið verður haldið að Aðalgötu 2 Sauðárkróki þar sem Náttúrustofa Norðurlands vestra er til húsa. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir. Þinghald hefst klukkan 9:45 með setningu og dagskrá lýkur klukkan 12:50. Fundarstjóri er Skúli Skúlason, prófessor við Háskólann á Hólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir