Nauðsyn að stofnaðar séu almannaheillanefndir
Vinnumarkaðsráð Norðurlands vestra beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarfélaga á Norðurlandi vestra , að þau dragi ekki úr grunnþjónustu né fresti fyrirhuguðum framkvæmdum á þeim erfiðu tímum sem nú fara í hönd.
Sveitarfélögin eru hluti af „hinu opinbera „í landinu og aðgerðir þeirra í efnahagskreppunni skifta gífurlega miklu máli í þeim efnahagsþrengingum sem þjóðin er í . Ríki og sveitarfélög verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur að koma í veg fyrir fjöldaatvinnuleysi, sem myndi bitna mjög hart á sveitarfélögunum með auknum útgjöldum til félagsþjónustu og skertum tekjum sveitarfélaga.
Hugsanlega er hægt að fara í ýmis viðhaldsverkefni sem eru mannaflsfrek en þurfa ekki mikla skipulagsvinnu.
Þá vekur Vinnumarkaðsráð N.v. athygli á nauðsyn þess að stofnaðar séu almannaheillanefndir í sveitarfélögunum sem hittast reglulega , miðla upplýsingum , fara yfir stöðuna og koma upplýsingum til sveitastjórnanna. Þessar nefndir eða stuðningsnet væru skipaðar fulltrúum frá
Vinnumálastofnun,stéttarfélögum,félagsþjónustu,heilbrigðisstofnunum,skólum,sveitarstjórnun, kirkjunni, Rauða Krossinum og e.t.v. fleiri aðilum.
Ályktun þessi var gerð á fundi Vinnumarkaðsráðs Norðurlands vestra 17.11.2008