Nemendur á skyndihjálparnámskeiði
feykir.is
Skagafjörður
27.08.2014
kl. 15.14
Nemendur 9. og 10. bekkjar Grunnskólans austan Vatna voru á skyndihjálparnámskeiði dagana 22., 25. og 26. ágúst. Á heimasíðu skólans kemur fram að það var Rauði krossinn í Skagafirði sem bauð nemendunum upp á fræðsluna, Karl Lúðvíksson var leiðbeinandi á námskeiðinu.
Lokahluti námskeiðsins var verkleg æfing, meðfylgjandi myndir frá æfingunni eru fengnar af vef skólans.