feykir.is
Skagafjörður
01.10.2010
kl. 08.17
|
Nemendur og starfsfólk Árskóla á Sauðárkróki munu í næstu viku taka þátt í átakinu göngu í skólann. Markmiðið e að hvetja til aukinnar hreyfingar nemenda og starfsfólks og vekja alla til umhugsunar um umferðaröryggi.
Á yngsta stigi mun hver bekkjardeild fara í skipulagða gönguferð um nágrenni skólans í fylgd kennara og lögreglu þar sem umferðarfræðsla fer fram. Einnig mun hver bekkjardeild fara í stuttan göngutúr ásamt starfsfólki í u.þ.b. 5-10 mín daglega í átaksvikunni. Á mið- og unglingastigi verða nemendur hvattir til að ganga/hjóla í og úr skóla í eina viku. Efnt verður til samkeppni um „gullskóinn 2010“. Í hverri bekkjarstofu verður dagatal þar sem kennari merkir daglega fjölda nemenda í bekknum sem ganga/hjóla í og úr skóla. Eftir vikuna verður gullskórinn 2010 afhentur þeim bekkjum á mið- og unglingastigi sem hafa hlutfallslega gengið oftast. Ekki verður tekið tillit til hversu langar gönguleiðir frá heimili í skóla eru heldur fjöldi skipta sem nemendur ganga/hjóla í og úr skóla. Þeir nemendur á mið- og unglingastigi sem búa utan Sauðárkróks hafa tækifæri til að safna stigum í samkeppni um gullskóinn 2010 í samráði við umsjónarkennara. Hver bekkjardeild mun einnig fara í stuttan göngutúr ásamt starfsfólki í u.þ.b. 5-10 mín daglega í átaksvikunni.
Á heimasíðu skólans hvetur starfsfólk foreldra til þess að nýta sér verkefnið og þá umræðu sem skapast til þess að ræða þessi mál við börnin. |
Fleiri fréttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.