Nemendur Árskóla söfnuðu birkifræjum til uppgræðslu og skora á aðra bekki að gera slíkt hið sama

Nemendur 5. bekkjar Árskóla ásamt Ingunni Söndru Arnþórsdóttur og Evu Kuttner í Litla-skógi. Aðsendar myndir.
Nemendur 5. bekkjar Árskóla ásamt Ingunni Söndru Arnþórsdóttur og Evu Kuttner í Litla-skógi. Aðsendar myndir.

Eftir umræður um gróðurhúsaáhrifin vildu nemendur 5. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki reyna að gera eitthvað sem gæti haft áhrif til góðs fyrir jörðina. Eftir umræður var ákveðið að fara í að safna og var hafist handa við að safna fyrir rúmum hálfum mánuði.

Jóna Marín Sævarsdóttir, Þórður Bragi
Sigurðsson og Ragna Valdimarsdóttir
afhentu fræin fyrir hönd bekkjarins.
Ingunn Sandra Arnþórsdóttir og
Eva Kuttner frá Landgræðslunni.

Að sögn þeirra Helgu Kristínar og Söru Eikar, umsjónarkennara 5. bekkjar, voru nemendur mjög áhugasamir og duglegir í söfnuninni og á dögunum afhentu þeir Landgræðslunni afraksturinn. Þá komu þær Ingunn Sandra Arnþórsdóttir og Eva Kuttner og tóku við fræjunum. „Við fórum einnig með þeim upp í Litla-skóg þar sem þær fræddu nemendur um birki og hvernig því væri sáð. Þær sýndu þeim einnig smásjármyndir af birkifræjum. Þar sem þetta verkefni okkar heppnaðist mjög vel viljum við skora á aðra bekki í öllum skólunum í Skagafirði að leggja sitt á vogarskálarnar og aðstoða Landgræðsluna við birkifræsöfnun.“

5. SH Árskóla með fræin sem búið var að þurrka

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir