Nemendur þurfa að sækja húsaleigubætur fyrir 16. september

 
Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að þeir nemar sem hafa hugsað sér að sækja um húsaleigubætur fyrir námsárið 2010-2011 þurfi að skila inn öllum gögnum þess efnis fyrir 16. september næst komandi. Eftirfarandi gögnum þarf að skila inn svo umsókn nema sé gild.  

  • Nýrri umsókn
  • Frumrit þinglýstus húsaleigusamnings
  • Þrem síðustu launaseðlum
  • Staðfest afrit skattframtals
  • Skólavottorði
  • Íbúavottorði

 

Þá er bent á að hægt er að sækja  um húsaleigubætur í ÍBÚAGÁTT Skagafjarðar og þar er einnig hægt að skila inn gögnum rafrænt.

Nýir notendur þurfa að nýskrá sig og lykilorð verða send í heimabanka viðkomandi.  Einnig er gefinn möguleiki á að sækja lykilorð í afgreiðslu Ráðhússins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir