Neyðarkall til þín!

Björgunarsveitir landsins munu ganga í hús um land allt dagana 1.-3. nóvember og og bjóða Neyðarkallinn til sölu en sala á honum er liður í árlegu fjáröflunarátaki björgunarsveitanna. Að þessu sinni er Neyðarkallinn tileinkaður 90 ára afmæli Landsbjargar og er hann því klæddur í stíl við það björgunarsveitarfólk sem á undan gekk.

Salan fer í flestum tilfellum fram með þeim hætti að félagar úr Björgunarsveitunum ganga í hús á sínu svæði og hefst salan í flestum tilfellum í kvöld.

Félagar úr Skagfirðingasveit á Sauðárkróki munu ganga í hús í kvöld, annað kvöld og seinni partinn á sunnudag, auk þess bjóða kallinn til sölu í Skagfirðingabúð seinnipartinn á morgun, föstudag. Björgunarsveitin Grettir er á ferð á Hólum og í nærliggjandi sveitum í dag og verður á Hofsósi í kvöld og á morgun. Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð hefur söluna í sveitunum í dag.

Björgunarsveitirnar í Húnavatnssýslunum, Björgunarsveitin Húnar, Björgunrafélagið Blanda og Björgunarsveitin Strönd hefja einnig sölu á kallinum í dag.

Neyðarkallinn kostar 2.000 krónur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir