Niðurgreiðsla á akstur vegna starfsendurhæfingar

Félags og tómstundanefnd Skagafjarðar hefur samþykkt erindi frá Herdísi  Klausen, formanni stjórnar Starfsendurhæfingar Skagafjarðar, þar sem þess er farið á leit að sveitarfélagið komi að niðurgreiðslu ferðakostnaðar fyrir þá sem sækja starfsendurhæfingu og búa utan Sauðárkróks.
Samþykkti nefndin að veita 1.000.000 króna af gjaldalið 02890 til þessa verkefnis, enda var sú fjárhæð ætluð til samstarfs um starfsendurhæfingu í Skagafirði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2008. Var félagsmálastjóra falið að  setja reglur um niðurgreiðsluna, sem taki mið af niðurgreiðslureglum Tryggingastofnunar og gert sé ráð fyrir samnýtingu aksturs þegar unnt er.

Fleiri fréttir