Níunda brautin skemmd eftir spól og spæn

Það var ljót aðkoma golfara að níundu brautinni á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki í gær en þá blasti við þeim uppspændur völlurinn. Skemmdarvargar höfðu þá verið á ferð á bíl voru búnir að spóla upp svæðið framan við flötina. 

Að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns Golfklúbbs Sauðárkróks er líklegt að skemmdarverkin hafi verið framin aðfararnótt sunnudags. Búið er að tilkynna atvikið til lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir