Nokkrir skólar lokaðir í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.11.2008
kl. 07.42
Kennsla fellur niður í nokkrum skólum á Norðurlandi vestra sökum veðurs í dag. Ekki verður kennt í Varmahlíðarskóla, Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga. Þá fellur skólahald niður í Grunnskólanum austan vatna, en hann sækja börn úr Hofsósi, frá Hólum og úr Fljótum.
Nú klukkan sjö voru 23 metrar og snjókoma á Blönduósi og á Bergsstöðum voru 22 metrar og einnig snjókoma. Samkvæmt spánni á veðrið lítið að ganga niður fyrr en i kvöld. Óveðursmerki eru á öllum helstu ferðaleiðum og ekkert ferðaveður