Norðan við hrun – sunnan við siðbót?

Um miðjan maí verður haldin á Hólum í Hjaltadal áttunda ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið. Yfirskrift ráðstefnunnar er ætlað að vekja athygli fremur en binda hug og hendur þátttakenda, því er hún bæði tímanleg og tímalaus.

Hún vísar til vorra tíma eftir efnahagshrun sem varð með ólíkum hætti í norðri og suðri, hún vísar til þeirrar orðræðu um siðbót í samfélaginu sem fylgdi í kjölfar hrunsins. Hún vísar einnig til Hóla í Hjaltadal, í sveitinni sem einu sinni var Norðan við stríð í orðum Indriða G. Þorsteinssonar og staðarins, sem var sunnan við siðbót í nánd sinni við hina suðrænu kaþólsku.

Við skipulag ráðstefnunnar verður lögð áhersla á að hún er tækifæri fræðasamfélagsins um íslenska þjóðfélagið til að gefa og þiggja þekkingu, hugmyndir, áskoranir og aðferðir. En fyrst og síðast; að fagna saman frjóum rannsóknum um íslenska þjóðfélagið.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Helgadóttir gudr@holar.is.
Frá þessu er sagt á fésbókarsíðu Hólaskóla.

Fleiri fréttir