Norðlenskir karlakórar syngja saman

Þessa dagana æfa norðlenskir karlakórar fyrir söngmót Heklu 2008. Hekla er samband norðlenskra karlakóra og Heklumót er nú haldið í sautjánda sinn. Mótið að þessu sinni verður haldið á Húsavík 1. nóvember næstkomandi. Þangað hafa tíu karlakórar boðað komu sína, en reikna má með að um 350 karlar hefji þar upp raust sína.
Í Heklu eru allir karlakórar á Norðurlandi, auk kóra á Ísafirði og Egilsstöðum. Á Heklumóti flytur hver kór sína eigin dagskrá, en svo sameinast kórarnir í einn risakór sem flytur nokkur lög sem kórarnir hafa æft hver í sínu lagi.

Fleiri fréttir