Norðurland vestra lenti í 3. sæti á Kjördæmamóti Bridgesambandsins

Frá Kjördæmamóti Bridgesambands Íslands 2018. Mynd: Guðrún Sighvatsdóttir.
Frá Kjördæmamóti Bridgesambands Íslands 2018. Mynd: Guðrún Sighvatsdóttir.

Kjördæmamót Bridgesambands  Íslands var haldið á Sauðárkróki um síðustu helgi í boði Bridgefélags Sauðárkróks. Þátttakendur voru um 160 manns, bæði Íslendingar og Færeyingar. Mótið er landshlutakeppni þar sem gamla kjördæmaskipanin afmarkar liðssveitirnar. Lið Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari með 496,38 stig en fast á hæla þeirra kom lið Norðurlands eystra með 493,52 stig. Gestgjafarnir á Norðurlandi vestra enduðu í því þriðja með 383,12 stig.

Að sögn Ásgríms Sigurbjörnssonar, formanns Bridgefélags Sauðárkróks, gekk mótið mjög vel fyrir utan það að Norðurland vestra skyldi ekki vinna. Aðspurður um hvernig valið hafi verið í sveit Norðurlands vestra segir Ásgrímur að þeir sem hafi viljað spila fengu að vera með. „Þetta voru fjórar sveitir hjá okkur og það mega vera sex manns í hverri. Svo það var pláss fyrir alla.“

Þrátt fyrir að fjögur félög af Norðurlandi vestra séu skráð hjá Bridgesambandinu, segir Ásgrímur að aðeins tvö þeirra séu virk þ.e. Bridgefélag Sauðárkróks og Bridgefélag Siglufjarðar. Hin eru Bridgefélag Skagastrandar og Bridgefélag Blönduóss.

Á Króknum spila félagsmenn einu sinni í viku yfir veturinn og segir Ásgrímur vera pláss fyrir fleiri þátttakendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir