Norðurlands Jakinn á Norðurlandi um helgina

Norðurlands Jakinn, keppni sterkustu manna landsins, er aflraunakeppni sem fram fer á Norðurlandi um komandi helgi. Norðurlandsjakinn er keppni í anda Vestfjarðarvíkingsins þar sem keppt er í einni grein í bæjarfélögum víðsvegar í landsfjórðungnum. Aðgangur er ókeypis og er almenningur hvattur til að mæta og sjá sterkustu menn landsins sýna krafta sína. Umsjónarmaður keppninnar er Magnús Ver Magnússon. Keppt verður á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Ólafsfirði og við Mývatn.

Dagskrá keppninnar er sem hér segir:

Fimmtudagur 23. ágúst.

Kl. 13:00  Blönduós. Drumbalyfta - á bæjartorginu við Félagsheimilið.

Kl. 17:00  Skagaströnd. Kast yfir vegg - í Grundarhólum við Spákonuhof. 

Föstudagur 24. ágúst.

Kl. 12:00   Sauðárkrókur. Réttstöðulyfta - við Safnahús Skagfirðinga .

Kl. 17:00  Ólafsfjörður. Víkingapressa og mylluganga - við Tjarnarborg. 

Laugardagur 25. ágúst.  

Kl. 12:00   Mývatn. Framhald og réttstöðuhald - við Dimmuborgir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir