Notaleg kvöldstemning í gamla bænum á Króknum

Opið verður í kvöld hjá nokkrum fyrirtækjum á Aðalgötunni á Króknum þar sem hægt verður að gera góð kaup enda lofað skemmtilegum tilboðum og kynningum á ýmsum varningi. 

Í tilkynningu segir að stemningin eigi að vera notaleg og því sé tilvalið fyrir fólk að koma í bæinn, rölta um og gera mannlífið skemmtilegra. Opnunin verður á milli 20 og 22.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir