Nú er rétti tíminn til að hefja mottusöfnun

Mottumars er handan við hornið, segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins, og þá er um að gera að safna mottu en Mottukeppnin verður að sjálfsögðu á sínum stað. Þar eru karlmenn hvattir til að taka þátt, einir sér eða jafnvel að hóa í félagana og stofna hóp. Þá er einnig bent á að tilvalið sé fyrir vinnustaði að skella í lið.

„Við vildum bara minna þig á að nú er lag að byrja að undirbúa. Við sendum svo frekari upplýsingar þegar nær dregur,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins.

Mottukeppnin er hluti árveknisátaks Krabbameinsfélagsins, þar sem þátttakendur safna yfirvaraskeggi, eða mottu, og áheitum, til stuðnings starfi í þágu krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Alls söfnuðust 8.522.194 krónur í Mottukeppni Mottumars 2022 og var þátttakan afar góð en hátt í tvö hundruð karlar tóku þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir