Nú verður dansað
feykir.is
Skagafjörður
20.10.2010
kl. 08.19
Hið árlega dansmaraþon 10. bekkjar Árskóla fer fram á morgun fimmtudag en krakkarnir munu hefja dansinn klukkan 10 í fyrramálið og dansa fram á föstudag. Annað kvöld verður dansað í íþróttahúsinu en á sama tíma opna nemendur kaffihús sitt auk þess sem hægt verður að panta mat.
Kaffihúsið verður opið klukkan 16:30 til 22:00 en matsalan verður í kringum kvöldmat. Hægt verður að panta mat milli klukkan 15:00 og 18:00 á morgun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.