Ný gata á Blönduósi

Fyrsta skóflustungan. Mynd: Fríða Eyjólfsdóttir.
Fyrsta skóflustungan. Mynd: Fríða Eyjólfsdóttir.

Á sveitarstjórnarfundi þann 7. júní sl. samþykkti sveitastjórn Blönduósbæjar nafn á nýja götu.

Vegna framkvæmda á gagnaverssvæðinu á Blönduósi varð til ný gata. Sveitarstjórn samþykkti með fjórum atkvæðum að gatan fengi nafnið Fálkagerði.

Gerð var tillaga um að gefa íbúum kost á að koma með tillögur um nafn á götuna en var sú tillaga felld. 

/Lee Ann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir