Ný gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir
Ákveðið hefur verið í Sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar nýja gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir þar sem almennir liðir aðrir en útseld vinna hækki um 3,3% samkvæmt vísitölu neysluverðs.
Útseld vinna mun ekki hækka að sinni, en gæti tekið breytingum ef nýir kjarasamningar líta dagsins ljós á árinu 2011. Þá er lagt til að hámarksgjald í 5. fl samkvæmt 10. grein verði fellt niður og að við 17. grein bætist setningin "rafmagnsgjöld geta tekið breytingum án fyrirvara vegna gjaldskrárbreytinga birgja hafnarinnar".