Ný myndlistarsýning á Kaffi Hólum
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
10.05.2022
kl. 08.38
Sýningin Átthagi og ætterni opnar laugardaginn 14. maí kl.15. Til sýnis eru bæði gömul og ný verk eftir Hallrúnu Ásgrímsdóttur myndlistarkonu sem útskrifaðist frá myndlistaskólanum á Akureyri árið 2017.
Sýningin mun standa fram á haust og er áhugasömum boðið að þiggja léttar veitingar í boði Kaffi Hóla við opnun sýningarinnar. Kaffi Hólar eru staðsettir á jarðhæð Háskólans á Hólum.
/Fréttatilkynning