Ný röðunarvél komin í gagnið í Nýprenti

Guðni við nýju röðunarvélina sem breiðir heldur meir úr sér en sú gamla. MYND: ÓAB
Guðni við nýju röðunarvélina sem breiðir heldur meir úr sér en sú gamla. MYND: ÓAB

Einhverjir hafa sennilega orðið varir við að Sjónhorn og Feykir fóru að berast óheftuð til lesenda frá því síðla vetrar. Ekki kom það til af góðu og ekki heldur voru þetta sparnaðarráðstafanir – röðunarvélin gamla gaf einfaldlega upp öndina eftir 20 ár í bransanum og ný röðunarvél er ekki eitthvað sem hægt er að kaupa í næstu búð. Sú nýja kom til landsins nú í byrjun mánaðarins og er komin í gagnið í Nýprenti.

Þetta þýðir að starfsfólk þarf ekki lengur að eyða miðvikudögum í að handraða Sjónhorni og Feyki en slík vinnubrögð hafa ekki tíðkast á Króknum síðan á síðustu öld. 

Nýja vélin er af gerðinni Horizon og getur sett saman allt að 40 bls. blöð og bæklinga. Í raun gerir hún það sama og sú gamla gerði áður en hún gafst upp; raðar, brýtur, heftar og sker. Nýja vélin gerir þetta þó allt saman hraðar og betur og er því vel þegin viðbót í vélaflóru Nýprents.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir