Ný samgöngu- og innviðaáætlun kynnt á ársþingi SSNV

Hluti fundargesta í félagsheimilinu á Blönduósi. MYND: SSNV
Hluti fundargesta í félagsheimilinu á Blönduósi. MYND: SSNV

Í gær var 32. ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlanid vestra haldið í félagsheimilinu á Blönduósi og samkvæmt frétt á vef SSNV heppnaðist þingið vel. Mæting var góð en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Vönduð og fjölbreytt erindi voru á þinginu í ár en Heiða Björg flutti ávarp, ný samgöngu- og innviðaáætlun var kynnt ásamt því að starfsfólk SSNV kynnti fyrir gestum þingsins ýmis verkefni sem unnið er að.

Þá má geta þess að Háskólinn á Hólum hlaut viðurkenninguna Byggðagleraugun 2024 en stjórn SSNV veitir ár hvert viðurkenninguna til ráðuneytis, stofnunar eða fyrirtækia sem „...þykir hafa skarað fram úr í fjölgun starfa/verkefna í landshlutanum eða með öðrum hætti stuðlað að uppbyggingu hans. Er viðurkenningunni ætlað að hvetja forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja til að horfa með „byggðagleraugunum” á verkefni sinna eininga og nýta þau tækifæri sem gefast til flutnings starfa/verkefna á landsbyggðina í samræmi við áherslur byggðaáætlunar.“ Í fyrra hlaut Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Byggðagleraugun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir