Ný vörulína hjá Vilko
Hjá Vilko á Blönduósi er hafin framleiðsla á kökumixi sem hentar sérstaklega fyrir gastrobakka Um er að ræða nýja vörulínu fyrir stórnotendur s.s.í veitingarekstri og mötuneytum.
Vörulínan kallast Gastrokökur og verða fimm mismundi tegundir settar á markað. Byrjað er á súkkulaðibitaköku og skúffuköku með kremi. Í kjölfarið fylgja svo gullkaka, brúnkaka og kryddkaka.
Kökumixin eru sérblönduð með það fyrir augum að bakstur og undirbúningur taki ekki meira en 40 mínútur. Hver skammtur er áætlaður fyrir 20-30 manns .
Kökumixið hefur verið prófað víða í stóreldhúsum s.s. í mötuneytum virkjana, álvera og sjúkrahúsa og um borð í skipum. Varan hefur fengið fádæma góðar viðtökur.
Við hönnun umbúðanna var haft sérstaklega í huga plássleysi eldhúsa, og raðast því kassarnir einstaklega vel í hillur/skápa . Ó. Johnson & Kaaber mun sjá alfarið um dreifingu á Gastrokökunum, sem hefst í þessari viku.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.