Nýársfagnaður á Mælifelli

Nokkrir foreldrar í Skagafirði hafa í samstarfi við rekstraraðila skemmtistaðarins Mælifells á Sauðárkróki og fulltrúa Svf. Skagafjarðar ákveðið að standa fyrir nýársfagnaði á Mælifelli þann fyrsta janúar nk. frá kl 23:00 til kl. 03:00.

Nýársfagnaðurinn er ætlaður öllum sem náð hafa 16 ára aldri og þeim sem verða 16 ára á árinu 2011 og er miðaverð einungis kr. 1500 en fyrirtæki og félagasamtök í héraðinu ákváðu að styrkja framtakið og greiða miðaverð niður. Einnig verður boðið upp á fríar rútuferðir frá Varmahlíð, Hólum og Hofsósi.

Er það von þeirra sem að þessu standa að aldurshópurinn frá 16 ára til 116 komi saman og skemmti sér og fagni nýju ári í góðum félagsskap.

Sjá nánar Hér

Fleiri fréttir