Nýársfagnaður í Húnaveri

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórinn halda sameiginlegan nýársfagnað í Húnaveri laugardaginn 10. janúar næstkomandi og hefst skemmtunin klukkan 20:30. Á dagskrá er kórsöngur, kvöldverður og skemmtiatriði. Þá mun stórhljómsveitin DEMÓ leika fyrir dansi.

Hátíðin er öllum opin, einnig utan kóranna, og eru áhugasamir vinsamlega beðnir að skrá þátttöku í síma 894-8710 fyrir 8. janúar næstkomandi. Miðaverð er 5.500 krónur. Enginn posi verður á staðnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá kórunum.

Fleiri fréttir