Nýbygging Mjólkursamlags KS formlega opnuð á morgun

Það verður húllumhæ laugardaginn 20. mars þegar Kaupfélag Skagfirðinga býður Skagfirðingum að vera viðstadda formlega opnun nýbyggingar Mjólkursamlags KS. Samtímis er haldið uppá 75 ára afmæli Mjólkursamlagsins sem eitt og sér þykir næg ástæða til að þeyta rjómann, enda bjóða samlagið og starfsmenn þess Skagfirðingum á heimsækja sig, skoða samlagið og þiggja veitingar.

Dagskráin hefst kl. 14 en þá verða flutt stutt ávörp og mun Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra taka nýbygginguna formlega í notkun.

Fleiri fréttir