Nýjar ljósleiðaratengingar í Hlíðahverfi
Nú getur Gagnaveita Skagafjarðar boðið íbúum í Háuhlíð, Barmahlíð og Víðihlíð að tengjast ljósleiðaranetinu og næstu daga ætti þeim að berast bréf inn um lúguna með nánari upplýsingum. Fyrr í sumar var íbúum í Raftahlíð og Birkihlíð boðið upp á ljósleiðaratengingu og var því afar vel tekið að sögn Arnars Halldórssonar verkefnastjóra Gagnaveitunnar.
Arnar segir að Blöndhlíðingar hafi verið duglegir að notfæra sér þessa þjónustu og má segja að meira en helmingur heimila í Akrahreppi njóti síma, sjónvarps og internetþjónustu yfir ljósleiðarann.
Áfram er unnið við ljósleiðaravæðingu Hlíðahverfis og verður stefnt að því að klára þann ídrátt sem eftir stendur og tengivinnu í brunnum áður en vetur gengur í garð. Fleiri munu fá tilkynningu inn um lúguna þegar hægt verður að bjóða tengingar sunnan Raftahlíðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.