Nýjasta mynd Baltasars sýnd í Króksbíó í kvöld

Baltasar Kormákur á einum tökustað myndarinnar ásamt Robert Richardson kvimyndatökumanni. MYND AF IMDb
Baltasar Kormákur á einum tökustað myndarinnar ásamt Robert Richardson kvimyndatökumanni. MYND AF IMDb

Króksbíó sýnir í kvöld nýjustu afurð skagfirska kvikmyndabóndans Baltasars Kormáks frá Hofi. Um er að ræða kvikmyndina Adrift sem byggir á sönnum atburðum. Myndin var frumsýnd á dögunum og hefur fengið ágæta dóma og aðsókn en fram kemur í viðtali við leikstjórann í Morgunblaðinu í morgun að konur séu spenntari fyrir myndinni en karlpeningurinn, enda er burðarhlutverk myndarinnar í höndum leikkonunnar Shailene Woodley.

Á vefnum Kvikmyndir.is segir: -Myndin byggð á sannri sögu þeirra Tamiar Ashcraft og Richards Sharp sem hittust árið 1983 og féllu hvort fyrir öðru. Nokkrum mánuðum síðar, eða í október sama ár, tóku þau að sér að sigla 44 feta skútu, Hazana, frá Tahiti-eyju í Pólýnesíu til viðtakenda í San Diego, um 6.500 kílómetra leið yfir opið Kyrrahafið. Það reyndist feigðarför.-

Sem fyrr segir er myndin sýnd í Króksbíó í kvöld, fimmtudaginn 14. júní, og hefst kl. 20:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir