Nýnemadagur á Hólum
feykir.is
Skagafjörður
03.09.2010
kl. 08.25
Skólastarf hófst á Hólum á miðvikudag er nýnemar mættu heim til Hóla. Aldrei í sögu skólans hafa svo margir nemendur verið við Hólaskóla, en um 220 eru nú skráðir í skólann, meiri hluti þeirra í fjarnám.
Markmið nýnemadaga er að styðja nýja nemendur af stað í náminu við skólann, kynna þeim staðinn og starfsemina, og ekki síður að gefa þeim tækifæri til að kynnast hver öðrum. Það er ekki síst mikilvægt fyrir fjarnema að koma saman hér heima í upphafi námsins.
Hjaltadalurinn skartar sínu fegursta á miðvikudag í einmuna veðurblíðu - enda sátu nemendur ekki lengi dags inni í íþróttasal, þó myndin bendi til þess, heldur var dagskráin fljótlega flutt út undir bert loft.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.