Nýr Staðarskáli

Í gær var opnaður nýr Staðarskáli við nýjan kafla á Þjóðvegi eitt. Hermann Guðmundsson forstjóri N1 bauð fólk velkomið og lýsti aðdragandanum að byggingunni og Kristinn stöðvarstjóri í N1 Staðarskála klippti á borðann. Eftir að Séra Guðni Þór Ólafsson hafði blessað bygginguna, opnaði staðurinn formlega.

Gamlir siðir verða áfram í háveigum hafðir s.s. verður boðið upp á hina vinsælu kjötsúpu og sætabrauðið vinsæla. En við stækkun staðarins skapast miklir möguleikar á að hafa mikið úrval af réttum og kaffibrauði. Búast má við að mikið verði að gera á nýja staðnum þar sem Veitingastaðurinn Brú varð að víkja fyrir nýjum vegi og því líklegt að viðskiptavinir þaðan færi sig á nýja staðinn.

Fleiri fréttir