Nýr valkostur í hestaflutningum

Sólberg og Inga ásamt börnum sínum tveimur. Aðsend mynd.
Sólberg og Inga ásamt börnum sínum tveimur. Aðsend mynd.

Nýstofnað fyrirtæki, Sleipnir hestaflutningar ehf., hefur hafið starfsemi í Skagafirði. Fyrirtækið býður upp á flutning um allt land og er á hersla lögð á velferð og öryggi hesta í flutningi en allir hestar eru fluttir í einstaklingsrýmum. Milliverk eru lokuð niður í gólf og hægt er að opna milli hólfa svo folaldshryssur hafi tveggja hesta pláss. Myndavélakerfi er í vagninum svo stöðugt eftirlit er með hrossunum meðan á flutningi stendur.

Farnar verða ein til tvær ferðir á viku milli Norðurlands og Suðurlands auk ferða um land allt eftir samkomulagi. Meðan á Landsmóti hestamanna stendur verður boðið upp á að keyra hrossum frá mótsstað út á land eftir forkeppnir.

Eigendur fyrirtækisins eru þau Sólberg Logi Sigurbergsson og Ingibjörg Sigurðardóttir sem búsett eru í Víðinesi 1 í Skagafirði. Þau hafa áralanga reynslu af meðhöndlun og umhirðu hrossa og menntun á sviði hestamennsku, Sólberg frá Hvanneyri og Ingibjörg frá Hólum.

Við flutningana er notaður Dodge Ram 3500, 2018 árgerð og American spirit hestaflutningavagn sem hefur verið endurinnréttaður með það í huga að hámarka öryggi og vellíðan hrossa í flutningi.

 Hugmynd að stofnun fyrirtækisins kviknaði haustið 2017 og hefur verið unnið að undirbúningi starfseminnar frá þeim tíma. Við flutninginn er notaður Dodge Ram 3500, 2018 árgerð og American spirit hestaflutningavagn sem hefur verið endurinnréttaður með það í huga að hámarka öryggi og vellíðan hrossa í flutningi.

Nánari upplýsingar um starfsemina og fyrirhugaðar ferðir má fá í síma 8475800 (Sólberg), í gegnum netfangið slhestaflutningar@gmail.com og á facebook síðu fyrirtækisins:      https://www.facebook.com/hestaflutningar/?modal=admin_todo_tour

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir