Nytjamarkað í Reiðhöllina

Félags og tómstundanefnd Skagafjarðar hefur samþykkt að beina því til Framkvæmdaráðs sveitarfélagsins að beita sér fyrir sölu- og nytjamarkaði í Reiðhöllinni nú fyrir jólin.

Í tillögunni segir að með þessu framtaki yrði fólki og félagasamtökum gefinn kostur á að auka tekjur sínar og koma heimilisiðnaði og -framleiðslu, notuðum hlutum og fötum, jólavarningi osfrv. á framfæri auk þess sem fólk getur komið saman og átt ánægjulegan dag saman í skammdeginu.

Fleiri fréttir