Nýtt deiliskipulag við Norðurlandsveg á Blönduósi auglýst
Nýtt deiliskipulag fyrir atvinnusvæði sem liggur norðan Norðlandsvegar á Blönduósi, við þjóðveg 1, sem liggur í gegnum þéttbýlið hefur verið auglýst samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar Húnabyggðar. Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdnum rennur út 6. janúar 2023.
Þeir sem vilja koma athugasemdum á framfæri geta gert það með því að senda póst á netfangið skipulagfulltrui@hunathing.is eða með bréfpósti stílað á skipulagsfulltrúa Húnabyggðar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi. Opið hús verður á skrifstofu Húnabyggðar að Hnjúkabyggð 33, miðvikudaginn 7. desember frá kl. 10:00-12:00 þar sem íbúar geta kynnt sér deiliskipulagið.
Deiliskipulagssvæðið er 3.5 ha. að stærð og er staðsett við Norðurlandsveg og afmarkast af honum til suðurs. Skipulagssvæði sem um ræðir er við Norðurlandsveg 1- 4 og Efstubrautar 1 á þegar byggðum lóðum með möguleika á viðbótarheimildum á lóðum innan skipulagssvæðisins með áherslu á heildaraásýnd og frágang lóða innan reitsins.Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Blönduósbæjar 2010 -2030.
Skipulagstillöguna má nálgast hér >