Nýtt skagfirskt héraðsmet

Þóranna Ósk. Mynd: www.tindastoll.is
Þóranna Ósk. Mynd: www.tindastoll.is

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS vann til bronsverðlauna í hástökki kvenna á Smáþjóðarleikunum sem fram fóru í Liechteinstein þann 9. júní síðastliðinn.

Þóranna Ósk stökk 1,73 metra og setti í leiðinni skagfirskt héraðsmet í hástökki kvenna utan húss og bætti eigið met um einn sentimetra.

/Lee Ann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir