Nýtt starfsár Karlakórsins Heimis að hefjast

Nú fara haustannir minnkandi hjá bændum en samkvæmt vef Karlakórsins Heimis þá er hefð fyrir því að kórfélagar hefji vetrarstarfið og var fyrsta æfingin haldin sl. mánudagskvöld. Stefán R. Gíslason verður í leyfi frá stjórn kórsins þetta starfsár og hefur Sveinn Arnar Sæmundsson frá Syðstu-Grund verið fenginn í hans stað.

 „Með því að taka við stjórntaumunum í Karlakórnum Heimi fetar Sveinn Arnar í fótspor afa síns, Gísla Magnússonar í Eyhildarholti, en hann var fyrsti stjórnandi kórsins eftir stofnun hans árið 1927.  Þeir Eyhiltingar hafa alla tíð síðan verið meðal burðarása í starfi kórsins, og því við hæfi að þeir eignist á ný fulltrúa við stjórnvölin,“ segir á vefnum.

Sveinn er organisti og kórstjóri á Akranesi, og mun aka norður í Skagafjörð á mánudögum til æfinga.  Thomas Higgerson mun stýra æfingum á fimmtudögum

Fleiri fréttir