Ódæðisvírus. Hugleiðingar Pálma Jónssonar

Pálmi Jónsson

Heilsu þjakar okkar ört

 

 

 

örbirgð tár og kvíði.

Hver sem getur gagn hér gjört

glöggt úr felum skríði

 

 

Fjármálakreppan hefur aukið félgasleg vandamál og streitusjúksómar fjölgað í beinu framhaldi ástandsins í öllum aldurs hópum íslendinga.

 

Öldrunarmálin eru í dag

Íslandi til skammar.

Ráðherann lítt réttir hag

raungildið ei kannar..

 

Aldraðir og öryrkjar njóta hvorki réttlætis né jöfnuðar , horfum á staðreyndir og leitum leiða til úrbóta , þær þurfa að koma strax... Vilji ráðmenn að mark sé á þeim tekið verða þeir að vinna sín verk, hætta að vola og væla um að þessi eða hinn beri ábyrgð. Í dag ríkir Jóhanna Ásta Ragnheiður, sem þrátt fyrir sín fyrri störf við TR. hefur hún ekki stoppað TR. í endurkröfum á svonefndum ofgreiddra við bóta til öryrkja. TR. styðst þar við reglugerð, sem héraðsdómur Rv. dæmdi á síðasta ári andstæða eignarréttar ákvæði stjórnarskrárinnar. Hæstvirt ríkisstjórn var ömurlega óheppin að byrja sinn feril með því að brjóta 20. gr. sömu  

stjórnarskrár í tvígang.

 

Hún leggur nú ofurkapp á að breyta stjórnskránni og kosta til þess um  

tveim milljörðum ( í kreppunni ) þeim fjármunum væri betur varið til lagfæringar á kjörum sjúkra og aldraða, alþingi er kosið til stjórnsýslustarfa, að mínu mati væri vitlegra að fækka fremur kjörnum fulltrúum og skera niður opinberan kostnað, heldur en auka allt umfang. 29 aðilar tjáðu álit sitt á þjóðlagaþingsfrumvarpinu og aðeins tveir mæltu með samþykkt þess, 27 voru því alveg andvígir, hvað vakir fyrir hæstvirtri ríkisstjórn með því ofurkappi sem nú leggur á þetta mál, honum, fyrir heimilin í landinu ??

 

Nú liggur ljóst fyrir þeim sem skoðað hafa kosti og galla ESB aðildar að fyrir Ísland þíðir

innganga afsal fullveldis og umráðarréttar auðlinda okkar til sjávar og sveita, auk kostnaðar ca. 1% af þjóðarframleiðslu á ári. Þrátt fyrir þessar staðreyndir gengur Samfylkingin til kosninga með skírt markmið að við skulum ganga inn í ESB...

 

ESB er opið vað

arma styrki sníkir.

Jóhanna hér brýtur blað

með bægslagangi ríkir...

 

Mér er spurn hvaða vírus getur orsakað svona sjálseyðingarhvöt??

Guð blessi Ísland og hjálpi okkur að vaka yfir sjálfstæði þess.

 

Sauðárkróki 12.4 Páskadag 2009 Pálmi Jónsson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir