Oddaleikur í Síkinu á miðvikudaginn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
19.05.2025
kl. 01.12
Fjórði leikur Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígiu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta fór fram í kvöld í Garðabænum. Stólarnir fengu fljúgandi start en aðalmálið er víst að enda vel og það voru heimamenn í Stjörnunni sem voru sterkari á lokakaflanum og tryggðu sér þannig einn leik til. Það er því ljóst að Íslandsmeistarabikarinn fer á loft í Síkinu en aðeins spurning hvort liðið fær að taka við honum. Lokatölur í leiknum voru 91-86.