Ófært á Öxnadalsheiði
Norðaustan 13-20 m/s og éljagangur er á Ströndum og Norðurlandi vestra, hvassast á annesjum. Heldur hægari seinni partinn, 10-15 á morgun. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust úti við sjóinn. Ófært er á Öxnadalsheiði en víðast hvar nokkur snjóþekja og sumstaðar hálkublettir.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Hvöss norðan- og norðvestanátt og víða snjókoma eða él, en úrkomulítið fyrir sunnan. Heldur hvassara norðvestantil um kvöldið. Frost 1 til 8 stig.
Á föstudag:
Norðlæg átt 8-15 m/s, hvassast norðvestantil. Él fyrir norðan, en bjart að mestu sunnantil. Áfram fremur kalt í veðri.
Á laugardag:
Hægt minnkandi norðanátt. Bjartviðri sunnan- og vestanlands, dálítil él norðan- og austanlands fram eftir degi, en léttir síðan til. Heldur kólnandi.
Á sunnudag og mánudag:
Vaxandi suðaustan átt með snjókomu eða slyddu, einkum um landið sunnanvert og hlýnar heldur.