Ófært á Þverárfjalli

Snjóþekja og hálka er á Norðurlandi og víða þæfingur. Ófært er á Þverárfjalli. Éljagangur eða snjókoma er mjög víða á Norðurlandi vestra. Norðaustan 10-18 m/s og snjókoma eða él, hvassast á annesjum. Heldur hægari og úrkomuminni á morgun. Hiti kringum frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag (Þorláksmessa):

Norðaustan 8-13 m/s og él, en bjartviðri á S- og V-landi. Hægara og úrkomuminna um kvöldið. Frost 1 til 10 stig, mest í innsveitum.

Á miðvikudag (aðfangadagur jóla):

Norðaustlæg átt, 3-8 m/s og dálítil él, einkum N- og A-til. Frost 2 til 16 stig, kaldast inn til landsins.

Á fimmtudag (jóladagur):

Suðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil él, en snjókoma um kvöldið. Úrkomulítið á N- og A-landi. Talsvert frost um land allt.

Á föstudag (annar í jólum):

Vaxandi norðaustanátt og þykknar upp, hvassviðri eða stormur með snjókomu eða slyddu um kvöldið og heldur hlýnandi veður.

Á laugardag:

Norðaustanstormur eða -rok og víða talsverð snjókoma eða slydda, en rofar til SV-lands. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:

Hægt minnkandi norðanátt og léttir til S- og V-lands.

Fleiri fréttir