„Ógeðslega margir titlar“
feykir.is
Skagafjörður
05.11.2010
kl. 14.33
Feykir.is kom við á bókamarkaði Héraðsbókasafnsins í Safnahúsinu í hádeginu en markaðurinn hófst núna klukkan eitt og verður opinn næstu tvær helgar milli 13 og 17. Mikið úrval bóka er á markaðnum og ljóst að bókaunnendur biðu hans með óþreyju því salurinn var strax orðinn þéttsetin bókaáhugafólki í leit að dýrgripum.
Að sögn Þórdísar Friðbjörnsdóttur er mikið úrval bóka af öllum gerðum og stærðum á markaðnum og geta safnarar verið heppnir og dottið niður á fágæt eintök. Aðspurð um fjölda titla brosti Þórdís og svaraði; „Ætli ég segi ekki bara eins og börnin. Þetta er ógeðslega mikið af bókum. En svona án gríns þá er ég ekki með það á hreinu hvað titlarnir eru margir.