Óli Barðdal með námskeið hjá Golfklúbbi Sauðárkróks

Á námskeiði í morgun voru mætt hjá Óla Barðdal, sem stendur lengst til vinstri, þau Sigríður Svarsdóttir, Aldís Hilmarsdóttir, Kristján Óli Jónsson, Guðrún Guðmundsdótir og Unnur Ólöf Halldórsdóttir. Mynd: PF.
Á námskeiði í morgun voru mætt hjá Óla Barðdal, sem stendur lengst til vinstri, þau Sigríður Svarsdóttir, Aldís Hilmarsdóttir, Kristján Óli Jónsson, Guðrún Guðmundsdótir og Unnur Ólöf Halldórsdóttir. Mynd: PF.

Meistaramót GSS í golfi hófst í gær, miðvikudag, og lýkur nk. laugardag og er þátttaka mjög góð, að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns klúbbsins. „Krakkarnir kláruðu sitt meistaramót í gær og fór allt vel fram. Völlurinn er í toppstandi og er nú vel sóttur eftir rólegan júnímánuð. Það er mikil gróska í starfinu og á næsta ári verður GSS 50 ára svo bjart er framundan.“

Óli Barðdal, PGA kennari, er staddur á Króknum og aðstoðar við kennslu barna og unglinga en einnig er hann með námskeið og einkatíma fyrir félaga í golfklúbbnum. „Ég kom hingað í gær. Ég var beðinn um að hjálpa til og ég var alveg til í það. Alltaf gaman að koma á Krókinn,“ segir Óli en hann er brottfluttur Króksari, býr í Árósum í Danaveldi og kennir þar golf.

„Ef ég á að taka mér sumarfrí er það í júlí því skólarnir úti eru bara í sex vikna fríi. Þá er ekkert að gerast á golfvellinum hjá mér því fólk fer þá í útilegur og ferðalög. Þess vegna er alveg tilvalið að koma hingað,“ segir Óli sem líst vel á aðstæður.  „Ég er nýkominn en þarf að fara að skoða völlinn en mér finnst alltaf æðislegt að koma hingað spila.“

GSS býður íbúum Skagafjarðar að koma og prófa golf föstudaginn 12. júlí kl. 15:30 – 17:00.  Þar mun Óli sýna hvernig sveifla á kylfunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir