Öll 70 km hraðamerkin horfin við Sauðárkrók

Nýverið voru sett upp umferðaskilti við nýja staði við Sauðárkrók sem sagði til um að hámarkshraðinn skyldi tekinn niður úr 90 í 70. Svo virðist sem einhverjum hafi mislíkað þá hraðabreytingu eða jafnvel bara fundist þetta skemmtilegur leikur þá stundina. Viðkomandi aðilar hafa enn smá tíma til að skila skiltunum áður en athæfið verður kært til lögreglunnar. Mynd: PF.
Nýverið voru sett upp umferðaskilti við nýja staði við Sauðárkrók sem sagði til um að hámarkshraðinn skyldi tekinn niður úr 90 í 70. Svo virðist sem einhverjum hafi mislíkað þá hraðabreytingu eða jafnvel bara fundist þetta skemmtilegur leikur þá stundina. Viðkomandi aðilar hafa enn smá tíma til að skila skiltunum áður en athæfið verður kært til lögreglunnar. Mynd: PF.

Aðfaranótt síðastliðins laugardags tóku starfsmen Vegagerðarinnar eftir því að öll 70 km hraðamerkin að og frá Sauðárkróki væru horfin, auk 90 km merki við Glaumbæ. Að sögn Rúnars Péturssonar, yfirverkstjóra svæðisstöðvarinnar á Sauðárkróki, hafa einhverjir óprúttnir aðilar haft fyrir því að skrúfa merkin af festingum og látið þau hverfa.

„Þetta eru sjö merki sem hurfu. Menn gera sér ekki grein fyrir því hvað þetta kostar. Bara þessi merki kosta milli tvö og þrjúhundruð þúsund. Býst ekki við því að söfnunargildið sé mikið í þessum merkjum og einkennileg árátta að safna svo plássmiklum hlutum eins og umferðamerkjum.“

Rúnar segir að ekki sé búið að kæra athæfið formlega ennþá, en segist vera í góðu sambandi við lögreglu út af þessu. „Þeir eru að snudda hér og þar, við sjáum hvað setur. Þetta hefur gerst áður og lögregla hefur oft fundið svona horfna hluti á ólíklegustu stöðum. En svona er staðan og við vonumst eftir því að viðkomandi sjái að sér og laumi skiltunum inn á lóð hjá okkur þegar ruglið rjátlar af mannskapnum,“ segir Rúnar sem býst við að það geti tekið mismikinn tíma eftir því hvaðan þeir eru.

Hann segir það ekki sniðugan hrekk að stela umferðamerkjum þar sem þau eru ekki sett upp að ástæðulausu. „Þetta gæti bitnað illa á þeim sem næst þessum mönnum standa, sem þessa iðju stunda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir