Ölvaður kúreki festist í fatasöfnunargám

Undir morgun aðfaranótt sunnudags fékk lögreglan á Sauðárkróki beiðni um aðstoð.  Það er ekki óalgengt að hringt sé í lögregluna þegar fólk á í einhverjum vanda þó ekki séð bein hætta eða neyð til staðar og óskað eftir aðstoð lögreglu við að leysa vandann.  Tilefni beiðninnar var heldur óvanaleg en sá sem hringdi sagðist vera fastur í fatasöfnunargámi sem staðsettur er við skrifstofu Rauða krossins á Króknum. 

 Gámurinn er sérhannaður til að taka við pokum sem innihalda fatagjafir til Rauða krossins.  Þegar lögreglan kom á vettvang var á staðnum fólk klætt sem kúrekar og indjánar.  Fólkið sagðist hafa verið í grímubúningaselskap í bænum og verið á heimleið.  Lögreglan aðstoðaði aðilann, sem reyndist vera kúreki,  úr gámnum – sömu leið og hann fór inní hann, út um skúffuna fyrir fatapokana.  Það þarf varla að taka fram fólkið var ölvað og viðkomandi kúreki utanbæjarmaður.

Nánar má lesa um helgina hjá lögreglunni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir