Opið bréf til umsjónarmanns íþróttavallanna okkar

Helgi Dagur Gunnarsson. Aðsend mynd.
Helgi Dagur Gunnarsson. Aðsend mynd.

Eins og margir vita er búseta mín að Víðigrund 14 og hef ég úr íbúð minni útsýni aðeins í vestur og við mér blasa tveir vellir, nýi gerfi-grasvöllurinn okkar og fyrir sunnan hann er grasvöllur.  Vellir þessir eru vel girtir af og er það gott, vegna bolta sem sparkað er í allar áttir.  Á þessari víggirðingu eru tvö hlið og þau bæði læst.  Nokkuð langt er því að næstu inn- og útgöngum á vellina, er það nokkuð bagalegt þegar bolti fer út fyrir víggirðinguna og þegar börn koma að völlunum, töluverð leið er að næsta hliði. 

Nánast daglega verð ég vitni að því að klifrað er yfir hlið, með mismunandi árangri, ég hef séð krakka meiða sig þarna og einnig skemmd á fötum, en þau yngstu skríða undir hliðin.  Hvers vegna í ósköpunum mega þessi hlið ekki vera þannig úr garði gerð, að hægt sé að nota þau sem gönguhlið, það þarf ekki nema annan hliðvænginn og ekki er það þannig að íþróttasvæðið sé lokað, þetta er bara spurning um smá þægindi og um leið að sleppa þvermóðsku.  Ég óska eftir svari hér á Feyki.is.

 

Virðingarfyllst.  Helgi Dagur, íbúi að Víðigrund 14.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir