Opið fyrir tillögur um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2025

Embætti forseta Íslands, mennta- og barnamálaráðuneyti, innviðaráðuneyti, Samtök iðnaðarins, Félag um menntarannsóknir, Grunnur – félag stjórnenda á skrifstofum fræðslumála í sveitarfélögum, Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Kennarasamband Íslands, Listaháskóli Íslands, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök áhugafólks um skólaþróun hafa með sér samstarf um að veita árlega viðurkenningu fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf eða aðrar umbætur í menntamálum. Verðlaunin heita Íslensku menntaverðlaunin og var Árskóli á Sauðárkróki tilnefndur í flokki A, Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, í fyrra en verðlaunin hlaut Fellaskóli í Reykjavík.