Opið hestaíþróttamót á Sauðárkróki

Opið hestaíþróttamót verður haldið á félagssvæði Léttafeta á Sauðárkróki þriðjudaginn 23. júní og hefst keppni kl 18:00 - einungis verður riðin forkeppni.

Keppt verður T1, V1, T2, F1 og 100m skeiði.  Skráningargjald er 2.500 kr en 1.500 kr í skeiðið.

Skráning er í gegnum Sportfeng hér - og skulu þær berast fyrir 22:00 mánudagskvöldið 22.júní.

/fréttatil./Hestaíþróttaráð UMSS

Fleiri fréttir