feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf, Lokað efni 14.05.2025
kl. 08.38 oli@feykir.is
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga var haldinn þann 5. maí sl. Í tilkynningu frá samtökunum segir að á þeim 19 árum síðan samtökin voru stofnuð hafi þau afhent stofnuninni gjafir að upphæð kr. 51.280.000 sem á núvirði eru líklega í kringum 80 milljónir.
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 13.05.2025
kl. 14.48 oli@feykir.is
Það styttist í að enn á ný verði hægt að stíga til himna í Austur-Húnavatnssýslu. Feykir sagði frá því á síðasta ári að tvívegis tók Himnastiginn á Skúlahóli í Vatnsdalnum flugið í ofsaroki. Nú í vikunni var hafist handa við setja hann saman og festa niður á ný.
Laugardaginn 17. maí verður viðburður á vegum SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi sem býður til samtals á Norðurlandi vestra, nánar tiltekið á Skagaströnd. Viðburðurinn hefst á gönguferð um friðlandið í Spákonufellshöfða, þar sem Einar Þorleifsson náttúrufræðingur sér um leiðsögn. Skoðum fugla, plöntur og áhugaverða jarðfræði svæðisins.
Þann 12. apríl síðastliðinn var Íslandsmeistaramót yngri flokka í júdó haldið hjá Ármanni í Reykjavík. 5 keppendur frá Tindastól mættu til leiks en því miður fengu bara fjögur að keppa.
SSNV og Nýprent hafa gert með sér samkomulag um að Nýprent haldi utan um nýja viðburðasíðu sem auðveldar íbúum Norðurlands vestra að fylgjast með öllu því fjölbreytta mannlífi og viðburðum sem fram fara á svæðinu. Verkefnið er hluti af áhersluverkefnum SSNV og byggir á Sóknaráætlun landshlutans þar sem eitt af meginmarkmiðum er að auka sýnileika viðburða og efla samfélagslíf.
„Það verður alltaf einhver umræða en það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla að ég tel næstu fjögur árin. Ástæða þess er sú staðreynd að þetta er alltof langt ferli, við horfum upp á mjög mikla ókyrrð í kringum okkur og við þurfum að einbeita okkur að mikilvægustu verkefnunum,“ segir Erna Solberg, leiðtogi norska Hægriflokksins, í samtali við norska fréttavefinn E24 í dag og vísar þar til næsta kjörtímabils í Noregi en þingkosningar fara fram þar í landi næsta haust.
Kári Viðarsson, Frystiklefanum á Rifi, er handhafi Landstólpans 2025. Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, var afhentur í fjórtánda sinn á ársfundi Byggðastofnunar sem fram fór í Breiðdalsvík 8. maí sl. en Landstólpinn er veittur árlega einstaklingum, fyrirtækjum og hópum sem þykja hafa skarað fram úr í verkefnum sínum og störfum.
Á heimasíðu USVH segir að Húni, ársrit Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, sé komið út, að þessu sinni 45. árgangur. Birtar eru fréttir síðasta árs úr öllum „gömlu sveitarfélögunum“ sem mynda Húnaþing vestra og minnst þeirra sem létust á síðasta ári á svæðinu. Einnig eru í ritinu frásagnir, ljóð og annar fróðleikur úr héraði.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!